Við viljum blómlegt atvinnulíf
í Hafnarfirði.

Markaðsstofan eflir samstarf atvinnulífs, bæjarfélagsins og annarra sem vilja stuðla að uppbyggingu innan Hafnarfjarðar. Með það að leiðarljósi að bæta ímynd Hafnarfjarðar og auka eftirspurn eftir hvers konar þjónustu og atvinnustarfsemi á svæðinu. Standa að fræðslu, efla tengslanet og kynna aðildarfyrirtæki sem eru með starfsemi í Hafnarfirði. Vertu partur að samfélagi fyrirtækja í Hafnarfirði og skráðu þitt fyrirtæki í MSH

Bæjarbíó var valið

fyrirtæki ársins í Hafnarfirði

Á hátíðlegri athöfn í Hafnarborg í gærkvöldi, miðvikudaginn 26. mars, var Bæjarbíó Hafnarfjarðar útnefnt Fyrirtæki ársins 2025 í Hafnarfirði. Viðburðurinn, sem haldinn er árlega af Markaðsstofu Hafnarfjarðar, vakti mikla athygli og var salurinn þéttsetinn af gestum sem samankomnir voru til að heiðra framúrskarandi fyrirtæki í bænum.

Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, afhenti Páli Eyjólfssyni og Pétri Ó Stephensen eigendum Bæjarbíó verðlaunin og flutti um leið þakkarorð til fyrirtækisins fyrir þeirra framlag til samfélagsins.

Spennandi dagskrá framundan

Stofuspjallið

Stofuspjallið er nýtt og spennandi hlaðvarp á vegum Markaðsstofu Hafnarfjarðar sem gefur einstaka innsýn í fólkið sem stendur á bakvið fyrirtækin í Hafnarfirði. Við heyrum heillandi sögur, kynnumst hugmyndafræði og metnaði eigenda og skoðum spennandi starfsemi fyrirtækjanna. Vertu með og uppgötvaðu kraftinn og sköpunargleðina sem gerir Hafnarfjörð sérstakan.

Þið finnið stofuspjallið hér og á Spotify.