Fyrirtæki vikunnar
Auglýsingastofan Mars Media á Strandgötunni hefur stækkað mikið að undanförnu og þjónusta þeirra orðin fjölbreyttari. Við hittum eigandann Ingva Einar Ingason og fengum að kynnast rekstrinum.
Heildsalan Isco á Steinhellu selur pizzukassa, kaffibolla, pappírspoka, lalladalla, glerkrukkur, kaffi, hreinsivörur, sundlaugaryksugur og svo ótal margt fleira.
Saltkaup á Cuxhavengötu hefur verið starfandi í yfir 30 ár og er leiðandi í innflutningi og sölu á fiski- og götusalti hér á landi. Við hittum framkvæmdastjórann Hilmar Þór Hilmarsson og fengum að kynnast rekstrinum.
Sóltún öldrunarþjónusta á Sólvangi býður upp á fjölbreytta þjónustu sem skiptist annars vegar í dag-og heimaþjónustu og hins vegar í hjúkrunarheimili. Við hittum Bryndísi Guðbrandsdóttur forstöðumann dag- og heimaþjónustunnar og fengum að kynnast rekstrinum.
Í Hólmaskeri á Lónsbraut eru árlega um 4000 tonn af ýsu handflökuð af reynslumiklu starfsfólki. Við hittum framkvæmdastjórann Albert Erluson og fengum að kynnast rekstrinum.
Hraunhamar er elsta fasteignasala bæjarins og fagnar 40 ára afmæli í nóvember. Við hittum einn eigandann Helga Jón Harðarson sölustjóra og fengum að kynnast rekstrinum.
Hafnarfjarðarhöfn er samkvæmt heimildum ein elsta höfn landsins en starfsemi hennar er í dag ákaflega mikil og fjölbreytt og ýmsar framtíðarhugmyndir á teikniborðinu.
Gullsmiðurinn Katrín Þórey er nýflutt á Strandgötuna þar sem hún hannar, smíðar og gerir við skartgripi. Við hittum Katrínu til að kynnast rekstrinum.
Komdu með ferðaskrifstofa sérhæfir sig í að skipuleggja fjölbreyttar og skemmtilegar hópa- og árshátíðaferðir út fyrir landsteinana. Við hittum Þór Bæring Ólafsson einn eiganda Komdu með til að kynnast rekstrinum.
ION ráðgjöf veitir fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum ráðgjöf í upplýsingaöryggi og áhættustjórnun. Við hittum eigandann Jón Kristinn Ragnarsson til að kynnast rekstrinum.
Pipar og Salt, sem margir þekkja af Klapparstígnum, flutti í Hafnarfjörðinn árið 2021. Verslunin er með úrval af vönduðum nytsamlegum vörum fyrir heimilið. Við hittum Margréti Helgu Skúladóttur framkvæmdastjóra til að kynnast rekstrinum.
Vefverslunin Hundurinn selur hágæðavörur fyrir hunda af öllum stærðum og gerðum. Við hittum eigandann Elmu Cates til að kynnast rekstrinum.
Járnlist á Breiðhellu er ákaflega vel búið fræsivélum og rennibekkjum og smíðar mikið af íhlutum. Við hittum eigandann Karl Lund til að kynnast rekstrinum.
Faðmur jógastúdíó í St Jó sérhæfir sig í jóga fyrir verðandi og nýbakaðar mæður ásamt endurnærandi jógatímum fyrir þreytta foreldra. Við hittum eigandann Jenný Maggý Rúriksdóttur til að kynnast rekstrinum.
Hjá Svart hönnunarstofu í Fornubúðum á sköpunargleðin sér engin takmörk. Við hittum eigandann og grafíska hönnuðinn Ólöfu Erlu Einarsdóttur til að kynnast rekstrinum.
Vegvísir ráðgjöf veitir fjölþætta þjónustu sem felur í sér ráðgjöf, stuðningsviðtöl, meðferð og fræðslu. Við hittum eigandann Katrínu G. Alfreðsdóttur félagsráðgjafa og fjölskyldufræðing til að kynnast rekstrinum.
Í Hugarró kemur fólk í leit að innri ró sem fæst bæði með heilun og jóga. Við hittum eigandann Friederike Berger jógakennara, heilara, sérkennara og leiðsögumann til að kynnast rekstrinum.
Hárgreiðslustofan Hárbeitt á Reykjavíkurveginum á stóran og tryggan hóp viðskiptavina sem teygir sig jafnvel yfir nokkra ættliði. Við hittum eigendurna og hjónin Sigurborgu Írisi Hólmgeirsdóttur (Sillu) og Árna Eirík Bergsteinsson til að kynnast rekstrinum.
Í Stoðtækni á Lækjargötunni eru skór sérsmíðaðir eftir máli, öðrum skóm breytt og þá er einnig gert við skó. Fyrirtækið tekur líka viðskiptavini í göngugreiningu og selur ýmsar vörur tengdum fótum. Við hittum hjónin og eigendur Stoðtækni Jón Gest Ármannsson sjúkraskósmið og Ástu Birnu Ingólfsdóttur til að kynnast rekstrinum.
Allora Bambino á Stakkahrauni leigir út veisluskraut og selur einnig ýmsa muni sem tengjast veisluhöldum. Við hittum eigandann Sigríði Arnfjörð Ólafsdóttur til að kynnast rekstrinum.
Stjörnustál á Rauðhellu sinnir bæði nýsmíði og viðhaldi en er þessa dagana jafnframt að byggja nýtt hús við Dofrahellu. Við hittum framkvæmdastjórann og eigandann Grétar Jón Elfarsson til að kynnast rekstrinum.
Á snyrtistofunni Fegurð á Linnetstígnum má m.a. fara í andlitsmeðferð, vöðvabólgunudd og kaupa ýmsar húðlæknavörur. Við hittum hjónin og eigendurna Berglindi Sveinu Gísladóttur og Viktor Reinoldsson til að kynnast rekstrinum.
Byggingaverktakafyrirtækið Og synir ehf starfaði til fjölda ára á Reyðarfirði en flutti í Hafnarfjörðinn árið 2020. Við hittum hjónin og eigendurna Þorstein Erlingsson og Heiði Hreinsdóttur til að kynnast rekstrinum.
Litla gæludýrabúðin á Strandgötunni er með afar fjölbreytt úrval af vörum fyrir gæludýr af öllum stærðum og gerðum og þar er einnig hægt að baða hundinn sinn. Við hittum Önnu Ólafsdóttir, eiganda verslunarinnar til að kynnast rekstrinum.
GO Campers í appelsínugula húsinu á Helluhrauni leigir út bíla sem þeir innrétta sjálfir svo fólk geti sofið í þeim. Við hittum Benedikt Helgason framkvæmdastjóra og einn af tveimur eigendum fyrirtækisins til að kynnast rekstrinum.
Verslunin Sassy á Flatahrauni selur meðal annars undirföt og aðalhaldsfatnað fyrir öll kyn en allt hófst þetta með leitinni að hinum fullkomu leggings. Við hittum Anítu Guðnýjardóttur eiganda verslunarinnar til að kynnast rekstrinum.
Kvenfataverslunin Lilja Boutique á Strandgötunni á marga trygga viðskiptavini sem koma víða að. Við hittum Lilju Ingvarsdóttir, eiganda verslunarinnar til að kynnast rekstrinum.
Í Lífsgæðasetri St. Jó má finna iðjuþjálfunarfyrirtækið Heimastyrk sem veitir afar fjölbreytta þjónustu, ráðgjöf og þjálfun til heilsueflingar.
Vélsmiðjan Stálvík á Hvaleyrarbrautinni er ungt fyrirtæki en þó með áratugareynslu.
Við hittum eigendurna Sigurð Kristinn Lárusson vélvirkja- og stálvirkjameistara og Jón Trausta Sverrisson vél- og orkutæknifræðing til að kynnast rekstrinum.
Í Sundskóla Hörpu eru yngstu nemendurnir einungis tveggja mánaða en í skólanum er lögð sérstök áhersla á að börn og foreldrar eigi gæðastund saman í lauginni.
Við hittum Hörpu Þrastardóttur, eiganda og kennara sundskólans til að kynnast rekstrinum.
Á Ban Kúnn á Tjarnarvöllum er Padthai vinsælasti rétturinn en hann er byggður á uppskrift frá tælenskri langömmu.
Við hittum eigendurna og hjónin Svavar G. Jónsson og Natthawat Voramool til að kynnast rekstrinum.
Í Kökulist í Firði eru ótrúlega breitt vöruúrval og alltaf einhverjar nýjungar.
Við hittum hjónin Jón Rúnar Arilíusson og Elínu Maríu Nielsen, til að kynnast rekstrinum.
Hafnfirska björgunarbúnaðsfyrirtækið Markus Lifenet ehf hefur verið starfandi í rúm 40 ár og selur vörur sínar um allan heim. Þökk sé Markúsarnetinu hefur þúsundum mannslífa verið bjargað.
Bæjarbúð á Strandgötunni er að sögn eiganda fljótandi rými fyrir allskonar uppsprettu hönnunar en búðin á eldri systir á Djúpavogi sem kallast Bakkabúð.
Við hittum eigandann Guðmundu Báru Emilsdóttur til að kynnast rekstrinum.
Bifvélavirkinn á Norðurhellu sérhæfir sig í viðgerðum á Volvo og til hans koma bílar víðs vegar af landinu.
Við hittum eigandann Jóhann David Barðason til að kynnast rekstrinum.
Fjölskyldufyrirtækið Málmsteypan Hella á Kaplahrauni hefur verið starfandi í yfir 70 ár og framleiðir fjölbreyttar vörur fyrir iðnaðarfyrirtæki en einnig frægu íslensku pönnukökupönnuna, leiðisplötur og húsnúmer.
Við hittum bræðurna Grétar Má og Leif Þorvaldssyni til að kynnast rekstrinum.
Hjá Stúdíó Dís eru teknar barna-, fjölskyldu- og fermingarmyndir sem og passamyndir. Þar eru líka teknar myndir af ýmsum vörum og það nýjasta eru svokallaðar boudiour myndatökur.
Við hittum Heiðu Dís Bjarnadóttur, ljósmyndara og eiganda Stúdíó Dís til að kynnast rekstrinum.
Á Ölhúsinu er lifandi tónlist um hverja helgi og besta úrval bæjarins á öl á krana en þar er einnig hægt að horfa á boltann í beinni, spila pool, fara í pílu eða taka þátt í bingó eða pub quiz.
Við hittum eigendurna og hjónin Ólaf Guðlaugsson og Aðalheiði Runólfsdóttur til að kynnast rekstrinum.
GeoCamp Iceland er fræðslu- og ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fræðslutengdum verkefnum og móttöku nemenda- og kennarahópa með áherslu á jarðfræði, náttúruvísindi og loftslagsbreytingar.
Við hittum framkvæmdastjórann Arnbjörn Ólafsson, sem rekur Geocamp ásamt föður sínum Ólafi Jóni Arnbirnssyni, til að kynnast rekstrinum.
Hjá Ísblik í Brekkutröð er framleiddur þurrís og umhverfisvæn nýjung í sótthreinsiefnum.
Við hittum framkvæmdastjórann Erlend Geir Arnarson til að kynnast rekstrinum.
IK innréttingar á Rauðhellu sinnir allri almennri sérsmíði og leggur áherslu á að skila af sér góðu verki.
Við hittum smiðina og eigendur Heiðar Ólafsson og Breka Konráðsson til að kynnast rekstrinum.
Í Sjónlínunni á Strandgötunni er sérstök áhersla lögð á gæði en þar hefur einnig verið unnið frumkvöðlastarf í því að klæðskerasníða margskipt gler.
Við hittum hjónin og eigendur Sjónlínunnar Kristínu Dóru Sigurjónsdóttur (Dóra) og Pétur Óskarsson til að kynnast rekstrinum.
Á VON mathús & bar er lögð áhersla á ferskt íslenskt hráefni og notalega stemmningu. Staðurinn á marga trausta viðskiptavini sem koma alltaf aftur og aftur.
Ramba, netverslunin með alhafnfirska nafnið, selur hágæða hönnunar- og heimilisvörur. Við hittum eigandann Guðný Stefánsdóttur til að kynnast rekstrinum.
Hjá Berserkjum axarkasti á Hjallahrauninu kemur fólk saman til að kasta öxum sem er að sögn eigenda góð blanda af keppni og vitleysu.
Við hittum eigendurna Helgu Kolbrúnu Magnúsdóttur og Elvar Ólafsson til að kynnast rekstrinum.
Dalakofinn á Linnetstíg er ein elsta starfandi kvenfataverslun landsins. Við hittum eigendurna og systurnar Sjöfn og Guðrúnu Sæmundsdætur til að kynnast rekstrinum.
Mýkt og slökun einkennir flesta tímana í Yogahúsinu í St. Jó, sem er elsta jógastöð bæjarins.
Við hittum eigendurna Írisi Eiríksdóttur, Helgu Óskarsdóttur og Lindu Björk Holm til að kynnast rekstrinum.
Á Strandgötunni, í húsi númer 32 bakvið fallegu bleiku hurðina, má finna verslunina Glowup sem selur snyrti-, hár- og húðvörur.
Við hittum eigandann Sunnu Júlíusdóttur til að kynnast rekstrinum.
Fremst á Kaplahrauninu er Bílaspítalinn, alhliða viðgerða- og sprautuverkstæði, sem hefur verið starfandi í hartnær 30 ár.
Við hittum eigandann Ingva Sigfússon til að kynnast rekstrinum.
Stoð ehf. framleiðir stoðtæki og selur ýmis hjálpartæki og heilsuvörur. Þetta er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði staðsett á Trönuhrauninu sem fagnar 40 ára afmæli á næsta ári.
Við hittum Ásu Jóhannesdóttur framkvæmdastjórar Stoðar til að kynnast rekstrinum.
Töskuhönnuður, bátasmiður, keramiker, gullsmiður, blöðrulistamaður, vöruhönnuður, arkitekt, myndskreytir og tónskáld eru meðal þeirra sem eru með vinnuaðstöðu í Íshúsi Hafnarfjarðar.
Við hittum Ólaf Gunnar Sverrisson (Óla) eiganda Íshússins til að kynnast rekstrinum.
Í sexhyrnda húsinu við við höfnina er Kænan, vinsæli hádegisverðarstaðurinn með heimilislega matinn.
Við hittum Oddstein Gíslason (Steina) eiganda Kænunnar til að kynnast rekstrinum.
Umbúðagerðin er nýtt framleiðslufyrirtæki á Melabrautinni sem framleiðir fjölbreytta pappakassa úr bylgjupappa. Hafnarfjörður hefur þar með eignast sína eigin kassagerð.
Við hittum hjónin Sigrúnu Eddu Eðvarðsdóttur og Eyþór Pál Hauksson eigendur Umbúðagerðarinnar til að kynnast rekstrinum.
Á þeim tæpum sjö árum sem Litla Hönnunar Búðin á Strandgötunni hefur verið starfandi hefur framboðið aukist til muna, húsnæðið stækkað og lítið gallerí orðið hluti af rekstrinum.
Við hittum Sigríði Margréti Jónsdóttur (Siggu Möggu) eiganda Litlu Hönnunar Búðarinnar til að kynnast rekstrinum.
Fasteignafélagið Haraldur Jónsson ehf á fjölmargar fasteignir í Hafnarfirði en fjölskyldan á bakvið fyrirtækið á sér atvinnusögu í bænum allt frá árinu 1970.
Við hittum Marinellu R. Haraldsdóttur á skrifstofunni í Norðurturninum í Firði en hún er í forsvari fyrir fyrirtækið ásamt föður sínum Haraldi Jónssyni.
Eyrnalokkar, hálsmen, hringar, armbönd, ermahnappar, bindisnælur, vasapelar og lyklakippur skreyttar með fiskiroði og hálsmen og hringar með íslenskum hraunmolum eru meðal þess sem má fá hjá ICE Design by Thora H í Firði.
Við hittum Þóru Hvanndal, konuna á bakvið merkið til að kynnast rekstrinum.
Verkfræðistofan VSB á Bæjarhrauninu er rótgróið hafnfirskt fyrirtæki sem hefur komið að mörgum verkum í gegnum tíðina, bæði í Hafnarfirði sem og víða um land og einnig utan landsteinanna.
Við hittum Hjört Sigurðsson, framkvæmdastjóra VSB til að kynnast rekstrinum.
Lögmannsstofan Lögvík á Reykjavíkurveginum tekur að sér alla almenna lögfræðiþjónustu.
Við hittum Guðmundínu Ragnarsdóttur, lögmann og eiganda Lögvíkur til að kynnast rekstrinum.
Hellulagnir, hleðsla, jarðvinna, útplöntun, þökulagningar, trjáklippingar, trjáfellingar, beðahreinsun og garðsláttur eru meðal verka sem garðyrkjufyrirtækið Lóðalausnir sinnir.
Við hittum Ragnar Stein Guðmundsson, skrúðgarðyrkjumeistara og eiganda Lóðalausna til að kynnast rekstrinum.
Í Álfagulli á Strandgötunni má finna gersemar og dýrgripi sem álfar hafa valið af kostgæfni að sögn Jóhönnu Ploder eiganda verslunarinnar.
Við hittum Jóhönnu til að kynnast þessa litla fallega fjölskyldufyrirtæki.
Atlantsolía, litla olíufélagið sem hleypir reglulega lífi í samkeppni á olíumarkaðnum, er með aðsetur á Lónsbrautinni.
Við hittum Guðrúnu Rögnu Garðarsdóttur, framkvæmdastjóra til að kynnast fyrirtækinu.
Húsgagnaverslunin Nýform á Strandgötunni er ein af elstu verslunum Hafnarfjarðarbæjar en hún fagnar 47 ára afmæli næstkomandi mánudag.
Við hittum Guðjón Ágúst Sigurðarson framkvæmdastjóra og einn af eigendum Nýforms til að kynnast versluninni.
Líkamsræktarstöðin Kvennastyrkur á Strandgötunni leggur áherslu á meðgöngu- og mömmutíma ásamt almennri styrktar- og þolþjálfun og þaðan koma konur víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu.
Við hittum Sigrúnu Maríu Hákonardóttur, framkvæmdastjóra, þjálfara og eiganda Kvennastyrks til að kynnast starfseminni.
Uppi á Holti, nánar tiltekið á Melabrautinni, eru Hópbílar, rútufyrirtækið sem flestir kannast líklega við. Fyrirtækið hefur starfað í rúm 25 ár og leggur mikla áherslu á öryggi og umhverfismál.
Við hittum Pálmar Sigurðsson, skrifstofustjóra Hópbíla til að kynnast fyrirtækinu.
Hjá Bílaverk á Kaplahrauninu er unnið með juðara, sprautukönnum, punktsuðuvél, réttingabekk sem og stórum sprautuklefa til að gera við tjónaða bíla.
Við hittum Guðmundur Örn Jónsson, bílamálarameistara og eiganda Bílaverks til að kynnast starfseminni.
Fyrir rúmum tveimur árum opnaði afar fögur verslun á horninu á Strandgötu 49, þar sem áður var Einarsbúð. Í staðin fyrir nýlenduvörur má þar nú finna litríka og fallega kjóla, hatta, sixpensara, skartgripi og ýmsar fallegar gjafavörur.
Við hittum Guðbjörgu Jóhannesdóttur sem á og rekur Gatsby ásamt eiginmanni sínum Ármanni Sigurðssyni.
Í Setberginu er skrifstofa Dyra ehf., ráðgjafafyrirtæki sem aðstoðar bæði fyrirtæki og einstaklinga í ýmsum málum tengdum fasteignum og fjármálum. Eigandinn Ingvar Guðmundsson á einnig gamla Drafnarhúsið við Strandgötu 75 og hlaut viðurkenningu á hvatningarverðlaunahátíð markaðsstofunnar árið 2018 fyrir að hafa komið á blómlegri starfsemi í húsinu.
Við hittum Ingvar til að kynnast starfseminni.
Í einni af gömlu verbúðunum við Fornubúðir leynist Loforð, brúðarverslun og verkstæði þar sem brúðurin getur fundið allt sem tengist stóra deginum en þar er jafnframt hægt að finna gæða silkivörur og fleira fallegt.
Við hittum Ásdísi Gunnarsdóttur kjólameistara og eiganda Loforðs til að kynnast starfseminni.
Hönnun bæklinga, myndbandagerð, ljósmyndun og umsjón með samfélagsmiðlum er meðal verkefna sem NAS auglýsingastofa á Reykjavíkurveginum tekur að sér.
Við hittum tvo af eigendunum þá Kristján Daða, markaðsstjóra og hönnuðinn Daða Frey.
Lúxusrútur, tengivagnar, landbúnaðarvélar, kerrur, fjórhjól, snjóblásarar, rafmagnsbílar fyrir börn og infrarauðir gufuskálar eru meðal þess sem RAG Import Export á Hellnahrauni selur.
Við hittum Rafn Arnar Guðjónsson framkvæmdarstjóri til að kynnast fyrirtækinu.
Saltkaramellusnúður, kanilsnúður með mascarpone kremi, ostasalat og grófa brauðið eru vinsælustu vörurnar hjá Brikk á Norðurbakkanum.
Við hittum eigendurna þá Davíð Magnússon, bakara og Odd Smára Rafnsson, matreiðslumann til að kynnast starfseminni.
Faldbúningar, skautbúningar, kyrtlar, upphlutir, peysuföt og karlbúningar kallast gersemarnar sem taka á móti manni hjá Annríki - Þjóðbúningar og skart á Suðurgötunni.
Við hittum hjónin Guðrúni Hildi Rosenkjær (Hildi) og Ásmund Kristjánsson (Ása) til að kynnast starfseminni.
Ef þig vantar filmu í útidyrahurð, eldhús eða sturtuklefa nú eða merkingar eða skilti fyrir fyrirtæki þá getur Skali merking séð um verkið.
Við hittum Þór Ólafsson prentsmið og eiganda Skala merkingar til að kynnast starfseminni.
Á gráum nóvembermorgni er afar notalegt að koma inn á Norðurbakkann þar sem ilmur af nýju bakkelsi, jazztónar og kertaljós taka á móti manni.
Við settumst niður með Málfríði Gylfadóttur Blöndal eiganda og kynntumst kaffihúsinu sem fagnaði fimm ára afmæli sínu í síðustu viku.
Á Austurgötu 47 varð fjölskyldufyrirtækið Urta Islandica til fyrir tíu árum og þar fer enn öll tilraunastarfsemi fyrirtækisins fram þó framleiðslan sé komin í annað húsnæði. Í sumar opnaði fjölskyldan einnig Matarbúðina Nándin í húsnæðinu – plastlausa matvöruverslun.
Innheimta, tryggingar, þrif, garðsláttur, snjómokstur og aðalfundur eru hluti verkefna sem húsfélög í fjölbýlishúsum þurfa að annast. Hafnfirska fjölskyldufyrirtækið Rekstrarumsjón aðstoðar húsfélög við öll þessi verkefni og meira til.
Blómabúðina Burkna þekkja líklega flestir Hafnfirðingar og margir sem eiga ljúfar minningar tengdri búðinni en hún hefur verið starfandi frá árinu 1962 og alltaf í eigu sömu fjölskyldunnar.
Fjölskyldufyrirtækið Flúrlampar á Reykjavíkurveginum selur ekki einungis ljós, lampa, perur og íhluti tengda ljósum heldur smíða þau einnig ljós og lampa, gera við og eru mjög öflug í að LED-væða eldri lampa sem og setja upp ljósastýringar.
Á Suðurhellu býr heimsmeistari. Hér er um að ræða hafnfirskan þörung sem er heimsmeistari í framleiðslu á Astaxanthin sem er eitt öflugasta andoxunarefni sem fyrirfinnst í náttúrunni. Þörungurinn er í eigu SagaNatura.
Í bakhúsi á Bæjarhrauni 22 er eina starfandi prentsmiðjan í Hafnarfirði og þar er hægt að láta prenta allt sem hugurinn girnist, stórt sem smátt.
Rafsuðuvélar, rafsuðuvírar, plasmaskurðarvélar, loftpressur og rafsuðuhjálmar eru meðal þess sem finna má hjá JAK á Dalshrauninu.
Perla í upplandi Hafnarfjarðar er fyrirtækið Íshestar þar sem hægt er að fara í reiðtúr, sækja reiðnámskeið, taka hest í fóstur, fara með starfsmenn í hvataferð nú eða halda barnaafmæli, fermingu eða brúðkaup
Freyjuhof, Tunna, Ísbjörn, Súð, Fjörugarður og Valhöll heita salirnir sex á Fjörukránni þar sem hægt er að fá kjötsúpu og svið en einnig flatbökur og hamborgara og tilvalið fyrir fjölskyldur, vinahópa eða vinnustaði til að heimsækja og upplifa víkingastemmningu.
Uppi á Holti er vikulega meira en tonn af hnetusmjöri framleitt, möndlur ristaðar aðrar hjúpaðar pipar sem og ýmislegt annað bragðgott búið til og pakkað inn hjá fyrirtækinu H-Berg.
Við mæltum okkur mót við eigandann Halldór Berg Jónsson og fengum að kynnast fyrirtækinu sem og smakka smá af nýjustu vörunni.
Amarayoga er lítil og persónuleg jógastöð í hjarta Hafnarfjarðar þar sem hægt er að sækja mjúkt morgunyoga, hádegisyoga, síðdegisyoga, kvöldtíma sem og jógakennaranám.
Við ákváðum að fá að prófa einn tíma og spjalla við Ástu Maríu eiganda stöðvarinnar í kjölfarið.
Fyrirtæki vikunnar er Súfistinn, kaffihúsið á Strandgötunni sem líklega allir Hafnfirðingar þekkja og mjög margir elska. Fastagestirnir eru margir og hafa verið alla tíð, sumir koma jafnvel tvisvar eða þrisvar á dag. Fyrst er það morgunkaffið, síðan einn bolli eftir vinnu og um kvöldið jafnvel samverustund með vinum.
Vikulega ætlum við því að draga út eitt fyrirtæki, fara að heimsækja það, taka myndir og skrifa grein í kjölfarið.
Fjölskyldufyrirtækið Te & Kaffi á Stapahrauni er framsækið fyrirtæki með langa sögu sem í dag leggur mikla áherslu á umhverfismál.
Við hittum Kristínu Maríu Dýrfjörð stjórnarformann og Guðmund Halldórsson framkvæmdastjóra til að kynnast rekstri Te & Kaffi sem er leiðandi á markaði í dag.