MSH FRÉTTIR

Guest User Guest User

Jólagleði Markaðsstofunnar

Jólagleði Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Jólagleði Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Jólagleði Markaðsstofunnar verður miðvikudaginn 4. desember næstkomandi. Við ætlum að eiga góða stund saman í notalegu umhverfi á Betri stofunni milli kl.18:30-21:00. Við munum bjóða upp á léttar veitingar í fljótandi og föstu formi.

Starfsfólk fyrirtækja í MSH geta því gert sér glatt kvöld fyrir jólin með öllu hinu skemmtilega fólkinu í markaðsstofunni. Mikilvægt er að skrá sig þar sem það er takmarkaður gestafjöldi.

Skráðu þig hér

Read More
Guest User Guest User

Stærðin skiptir ekki máli - Markaðsráðstefna í Bæjarbíó 13. nóvember

Stærðin skiptir ekki máli

Miðvikudaginn 13. Nóvember, Bæjarbíó, Hafnarfirði, frá kl 12:00-17:30

Markaðsstofa Hafnarfjarðar stendur fyrir glæsilegri markaðsráðstefnu ”Stærðin skiptir ekki máli” með valinkunnum og reynslumiklum fyrirlesurum hver á sínu sviði í Bæjarbíó þann 13. nóvember

Markmiðið er að sýna fram á að öll fyrirtæki geti náð árangri í marakaðsstarfi óháð stærð og efnahagslegum styrk. 

Á ráðstefnunni lærir þú hvernig á að:

  • Hámarka markaðsfé með því að einblína á áhrifamiklar, hagkvæmar leiðir.

  • Nýta kraftinn í stafrænni tækni til að ná til markhópsins  á árangursríkari hátt.

  • Byggja upp sterk  viðskiptatengsl sem stuðla að tryggð og betri tengslum við viðskiptavini.

  • Nýta gervigreind í markaðsaðgerðum og efnissköpun til að ná hámarks árangri

Skiptir stærðin máli fyrir árangur í markaðsstarfi?

Í því mikla samkeppnisumhverfi sem við búum við í dag, þar sem snertifletir við viðskiptavini verða æ fleiri, velta margir fyrir sér hvort stærð fyrirtækja skipti máli þegar kemur að því að ná árangri í markaðsstarfi og í samkeppni  á markaði.

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að því að stærra er ekki endilega alltaf betra og sýnt verður fram á að öll fyrirtæki geta náð árangri í markaðsstarfi með réttum markaðsaðgerðum. 

Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa ákveðna  kosti sem stærri  fyrirtækjumskortir oft eins og: Sveigjanleika, hæfileika til að bregðast fljótt við breyttum aðstæðum á markaði og náin tengsl við viðskiptavini.

Með því að nýta þessa styrkleika er hægt að byggja upp öflugar markaðsherferðir sem skila árangri í öllum fyrirtækjum, óháð stærð, eða efnahagslegum styrk.

Reynslumiklir fyrirlestarar segja sínar sögur og gefa gestum hugmyndir, tæki og tól til að ná enn meiri árangri í sínu markaðsstarfi. 

Dagskrá:

  • 11:30 – Húsið opnar

  • 12:00 – Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar og fundarstjóri

  • 12:10 – Andri Már Kristinsson – Stafræn markaðssetning og áhrif stafvæðingar

  • 12:50 – Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir - Vertu flamingóinn á tjörninni

  • 13:30 – Gréta María Grétarsdóttir – Nýtt afl á markaði

  • 14:10 – Hlé með veitingum frá Gulla Arnari

  • 14:35 – Sigurður Már Sigurðsson – Gervigreind í markaðssetningu

  • 15:20 – Gerður Arinbjarnardóttir – Skiptir stærðin raunverulega máli?

  • 16:00 – 17:30 – Gleðistund (Happy hour) fyrir gesti til að tengjast og miðla reynslu.

Hvar: Bæjarbíó
Hvenær: 13. nóvember frá kl.12:00-16:00
Verð: 19.900 kr.
Verð fyrir MSH: 9.900 kr.

Athugið að aðildarfélagar MSH fá 50% afslátt af miðaverði

Read More
Guest User Guest User

Októberfest MSH í Ölvisholti

Við verðum með frábært námskeið miðvikudaginn 18. september kl.09:00 á Kænunni.

Októberfest MSH í Ölvisholti

Fimmtudaginn 10. október - Ölvisholt - kl. 18:00 - 21:00 

Við ætlum að halda okkar eigið Októberfest og heimsækja bjórsnillingana í Ölvisholti. Þar fá gestir smakkupplifun í brugghúsinu, þar sem list íslenskrar bruggunar lifnar við. Sérfræðingar munu leiða hópinn í gegnum nýju aðstöðuna og sýna ferlið við að brugga góðan bjór. Að kynningu lokinni munum við halda fjörinu áfram, fara í pub quiz, spjalla, tengjast og hafa gaman í glæsilegri aðstöðu sem Ölvisholt hefur uppá að bjóða. Kjörin upplifun fyrir einstaklinga og fyrirtæki innan MSH að koma saman og gleðjast.

Hlökkum til að sjá sem flesta - skráðu þig hér að neðan


Októberfest verður haldið í Ölvisholti, Grandatröð 4

Hlökkum til að sjá sem flest


Read More
Guest User Guest User

Leiðtoginn ÞÚ - Valdeflandi forysta

Við verðum með frábært námskeið miðvikudaginn 18. september kl.09:00 á Kænunni.

Þriðjudaginn 22. október - Kænan - kl. 09:00 - 11:00

Ingvar Jónsson er stjórnunar- og markaðsfræðingur og PCC-fagþjálfi sem hefur leiðbeint stjórnendum hér heima og víða erlendis í á annan áratug til að efla færni þeirra í starfi. Ingvar hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir störf sín og framlag til mannauðsmála. Áður hafa komið út eftir hann ýmsar bækur til persónulegrar og faglegrar stefnumótunar hjá innlendum og erlendum forlögum. Nýlega gaf hann út bókina Leiðtoginn þar sem hann tekur lesandann með í persónulega og krefjandi vegferð þar sem hann öðlast djúpan sjálfsskilning. Á tímum hraða og örra breytinga er tilfinningagreind (EQ) leiðtoganum mun mikilvægari en vitsmunagreind (IQ) þar sem árangur hans endurspeglast ekki í því sem hann gerir – heldur öðru fremur í því hver hann er. Þetta er einnig bók sem kallar á aðgerðir og geymir fjölda verkfæra sem auðvelt er að innleiða og ætlar hann að fræða okkur og gefa verkfæri sem getur nýst þér sem leiðtogi, starfsmaður eða stjórnandi í þínu fyrirtæki.

Hlökkum til að sjá sem flesta - skráðu þig hér að neðan


Námskeiðið verður haldið á Kænunni og er frá kl.09:00-11:00

Frítt fyrir aðila innan MSH

Verð er 9.900 kr fyrir aðra

Hlökkum til að sjá sem flest


Read More
Guest User Guest User

Partý bingó með Gunnellu.. glæsilegir vinningar!

Markaðsstofa Hafnarfjarðar stendur fyrir Partý Bingó með bingóstjóranum, gleðigjafanum og partýdrottningunni Gunnellu.

Glæsilegir vinningar, goð stemning og geggjuð gleði.

Öll velkomin!

Taktu daginn frá því þú vilt ekki missa af þessu!

Markaðsstofa Hafnarfjarðar kynnir sjóðheitt Partý Bingó með bingóstjóranum, gleðigjafanum og partýdrottningunni Gunnellu fimmtudaginn 23. maí á Ægir 220.

Húsið opnar kl.20:00

Bingó byrjar kl.21:00

Aðrir eins vinningar hafa ekki sést og við lofum stemningu, góðu tilboði á barnum og geggjaðri gleði. 

Frábært tilefni fyrir starfsmannagleði eða vinahittinga. Athugið að öll eru velkomin, líka aðilar sem ekki eru aðildafélagar að MSH.

Fyrsta bingóspjaldið er FRÍTT fyrir aðildarfélaga MSH

Bingóspjaldið er á 1000kr. - 3 spjöld eru á 2500kr.

Dæmi um glæsilega vinninga:

- 30.000 kr. Gjafabréf frá Icelandair

- Sky Lagoon stefnumót fyrir tvo með drykk og smáréttaplatta að andvirði 36.000 kr.

- Gisting fyrir tvo með morgunverði á Berjaya hotels

- Gjafabréf frá 66°Norður

- 15.000 kr. gjafabréf í Ramba store

- 30.000 kr. gjafabréf hjá Úrval Útsýn

- Gjafabréf á KRYDD

- Vegleg gjafakarfa frá Dr.Bragi að andvirði 30.000 kr.

- Gjafabréf frá Leikfangalandi

- Vörur frá VON harðfiskverkun

- Gjafabréf frá BRIKK

- Gjafabréf frá Bjarti & Veröld

- Vörur frá 64°Reykjavik Distillery 

- Llitun og plokkun hjá Þín fegurð

- Vörur frá Skipt í miðju

- Skál frá Önnu Þórunni 

- Bensínkort frá Atlantsolíu

... og margt fleira 

Hlökkum til að sjá sem flest, öll velkomin á meðan húsrúm leyfir!

Read More
Guest User Guest User

Hvernig náum við árangri í markaðsstarfi og aukum virði vörumerkja

Við verðum með frábært námskeið næstkomandi þriðjudag þar sem Hörður Harðarson ætlar að kenna okkur hvernig við náum árangri í markaðsstarfi og hversu mikilvægt það er að byggja upp og viðhalda virði vörumerkja.

Það er margt um að vera hjá Markaðsstofunni þessa dagana. Við verðum með frábært námskeið næstkomandi þriðjudag, 21. maí, þar sem Hörður Harðarson fræðir okkur um hvernig við náum árangri í markaðsstarfi og hversu mikilvægt það er að byggja upp og viðhalda virði vörumerkja.

Hörður Harðarson er  framkvæmdastjóri Auglýsinga-, fjölmiðla-, og viðskiptalausnafyrirtækisins Entravision sem sér um fyrir Meta á Íslandi.

Hörður Harðarson hóf ferilinn árið 1999 sem vörumerkjastjóri hjá Íslenska Útvarpsfélaginu. Hann hefur starfað sem aðstoðarmaður forstjóra og framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, framkvæmdastjóri Sólar og sem forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs Sýnar.

Hann stofnaði einnig og rak VERT markaðsstofu í rúman áratug og hefur starfað sem ráðgjafi í sölu- og markaðsmálum fyrir fjölda fyrirtækja, auk þess að hafa reglulega kennt við háskóla landsins. Hörður er með MSc í alþjóðamarkaðsfræði frá University of Strathclyde.


Áherslur í þessu námskeiði verða:

- Markaðssamskipti - Mismunandi miðlar hafa mismunandi hlutverk

Fjallað um allar þær leiðir sem fólk hefur til að hafa markaðsleg samskipti.  Hver er styrkleiki hvers miðils.  Hvernig útbúa á efni fyrir mismunandi miðla og setja saman áætlanir sem ná markaðselgum markmiðum. 

 

- Uppbygging og stjórnun vörumerkja (brand management)

Hvað er vörumerki? Hvernig býrðu til vörumerki og til hvers?  Einnig er farið yfir það hvernig sinna á vörumerki til lengri tíma og fylgjast með "heilsufari" þess.

Námskeiðið verður haldið á Kænunni og er frá kl.09:00-11:00

Frítt fyrir aðila innan MSH

Verð er 9.900kr fyrir aðra

Hlökkum til að sjá sem flest


Read More
Guest User Guest User

Aðalfundur Markaðsstofunnar

Aðalfundur markaðsstofunnar verður haldinn 29. maí  kl. 18:00 í Apótekinu í Hafnarborg. Á dagskrá eru almenn aðalfundarstörf.

Kosið verður um tvö sæti í stjórn auk varamanns. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram vinsamlegast látið vita með því að senda póst á msh@msh.is fyrir 23. maí n.k.

Aðalfundur

Aðalfundur markaðsstofunnar verður haldinn 29. maí  kl. 18:00 í Apótekinu í Hafnarborg. Á dagskrá eru almenn aðalfundarstörf.

 

Kosið verður um tvö sæti í stjórn auk varamanns. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram vinsamlegast látið vita með því að senda póst á msh@msh.is fyrir 23. maí n.k.

 

Kjörgengi og kosningarétt til stjórnarkjörs hafa þeir sem greitt hafa árgjald 2023, skv. 1. mgr. samþykkta/skipulagsskrá. Eitt atkvæði fylgir hverju greiddu árgjaldi.

 

Meginmál þegar smellt er á link:

Aðalfundur markaðsstofunnar verður haldinn þann 29. maí næstkomandi kl. 18:00 í Apótekinu í Hafnarborg.

 

Dagskrá

•       Kosning fundarstjóra og fundarritara

•       Skýrsla stjórnar 2022-2023

•       Ársreikningur 2023

•       Starfs- og fjárhagsáætlun 2024

•       Kosning stjórnar

•       Kosning skoðunarmanna reikninga

•       Önnur mál

 

Kosning stjórnar og skoðunarmanna 

Í stjórn markaðsstofunnar sitja fjórir aðilar frá fyrirtækjum í bænum og þrír fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar, auk tveggja varamanna. Á aðalfundi er kosið um aðila frá fyrirtækjum til tveggja ára. Að þessu sinni verður kosið um tvö stjórnarsæti og sæti varamanns.  Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram vinsamlegast látið vita með því að senda póst á msh@msh.is fyrir 23. maí n.k.

 

Á fundinum verða einnig kosnir tveir skoðunarmenn reikninga, áhugasamir eru einnig beðnir um að láta vita með því að senda póst á msh@msh.is.

 

Kjörgengi og kosningarétt til stjórnarkjörs hafa þeir sem greitt hafa árgjald 2024, skv. 1. mgr. samþykkta/skipulagsskrá. Eitt atkvæði fylgir hverju greiddu árgjaldi.

Read More
Guest User Guest User

Te & kaffi fyrirtæki ársins í Hafnarfirði

Te & kaffi er fyrirtæki ársins í Hafnarfirði

Te&Kaffi er Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði.

Útnefningin fór fram í gær, þann 9. apríl í Hafnarborg. Með viðurkenningunni er ætlað að heiðra fyrirtæki sem þótt hafa skarað fram úr á árinu við að efla atvinnulíf í Hafnarfirði og tekið þátt í að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi með starfsemi sinni og athöfnum.

Jóhannes Egilsson, varaformaður stjórnar Markaðsstofu Hafnarfjarðar flutti ávarp og bauð gesti velkomna og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar afhenti viðurkenninguna. Hinn óviðjafnanlegi Frímann Gunnarsson tróð upp og fór með gamanmál að eigin hætti.

Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1984. Vörumerkið hefur þróast með sífelldum nýjungum og vöruþróun auk þess sem fyrirtækið rekur fjölda kaffihúsa. Lagt er mikið upp úr umhverfismálum með sjálfbærni að leiðarljósi. Strangt gæðaeftirlit er á öllu vinnsluferli kaffibaunanna og val á réttu hráefni.  Markmið fyrirtækisins er að bjóða viðskiptavinum upp á besta kaffi sem völ er á, á sem umhverfisvænastan hátt. Undanfarin ár hefur fyrirtækið haldið loftlagsbókhald og hefur fyrirtækið brugðist vel við því sem betur má fara til að stuðla að aukinni sjálfbærni, m.a. með umhverfisvænni orkugjafa og niðurbrjótanlegum umbúðum.

Te & Kaffi hefur tekið þátt í því að breyta og móta kaffi og kaffihúsamenningu okkar Íslendinga.

Fimm fyrirtæki voru tilnefnd að þessu sinni og auk Te&Kaffi voru það Betri Stofan, H-Berg, Litla hönnunarbúðin og Sorgarmiðstöð. Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru fyrst afhent árið 2017 en þau verðlaun eru núna nefnd Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði.

Hlutverk og tilgangur Markaðsstofu Hafnarfjarðar er að efla samstarf atvinnulífs, bæjarfélagsins og annarra sem vilja stuðla að uppbyggingu innan Hafnarfjarðar með það að leiðarljósi að bæta ímynd Hafnarfjarðar og auka eftirspurn eftir hvers konar þjónustu og atvinnustarfsemi á svæðinu. Hlutverk markaðstofunnar er einnig að standa að fræðslu, efla tengslanet fyrirtækja í bænum og samstarfi þeirra á milli.

Fjöldi þeirra fyrirtækja sem eiga aðild að markaðsstofunni er sífellt að aukast og er starfsemin í sífelldri þróun til að koma á móts við óskir og þarfir fyrirtækja í Hafnarfirði.

Nánari upplýsingar veitir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar, í síma 840 0464

Read More
Guest User Guest User

Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði

Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði verður valið þriðjudaginn 9. apríl við hátíðlega athöfn í Hafnarborg.

FYRIRTÆKI ÁRSINS Í HAFNARFIRÐI

Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði verður valið með pompi og prakt þriðjudaginn 9. apríl við í Hafnarborg. Dagskráin er svo sannarlega ekki af verri endanum. Boðið verður upp á sérlega gómsætar veitingar í föstu og fljótandi formi. Einnig verður uppistand með hinum eina sanna Frímanni Gunnarssyni. Gestir verða svo leystir út með veglegum gjafapoka. Það má enginn missa af þessari gleði!

Hvatningarverðlaun markaðsstofunnar voru fyrst afhent árið 2017 en þau verðlaun eru núna nefnd Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði.Í tilefni þessarar nýungar verður mikil stemmning og stuð og hvetjum við sem flesta til að mæta. Verðlaun og viðurkenningar eru veittar fyrirtækjum sem hafa lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Þau eru þakklætisvottur fyrir óeigingjarnt og frábært starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.

Dagskrá
17:00 -
Húsið opnar & fordrykkur

17:30 - Fyrirtæki ársins valið

18:00 - Léttar veitingar

18:10 - Uppistand með Frímanni Gunnarssyni

19:00 - Viðburði lýkur

Gestir fá veglega gjafapoka áður en heim er haldið

Hvenær og hvar
Þriðjudaginn 9. apríl kl. 17:00 – 19:00 í Hafnarborg

Skráning

Skráningarfrestur til og með 8. apríl.

Tilnefningar

Markaðsstofu Hafnarfjarðar barst fjölmargar tilnefningar og eru þau fimm fyrirtæki sem hlutu flestar tilnefningar eftirfarandi:

Mynd efst: LinkedIn Sales Solutions on Unsplash

15. janúar 2024

Read More
Guest User Guest User

Verslun og þjónusta á tímum COVID-19

Við lifum á undarlegum og erfiðum tímum í augnablikinu. Við vitum hinsvegar að með samheldni, áræðni og kærleikann að leiðarljósi munum við komast í gegnum þetta tímabil eins og öll önnur. Við erum öll í þessu saman og verðum að leggjast á eitt ef við ætlum að sigrast á þessum vágesti.

Við lifum á undarlegum og erfiðum tímum í augnablikinu. Við vitum hinsvegar að með samheldni, áræðni og kærleikann að leiðarljósi munum við komast í gegnum þetta tímabil eins og öll önnur. Við erum öll í þessu saman og verðum að leggjast á eitt ef við ætlum að sigrast á þessum vágesti.

 Stór og smá fyrirtæki, ferðaþjónustuaðilar, veitingastaðir og kaffihús munu finna fyrir tímabundnum samdrætti í verslun og þjónustu. Þá munu sérstaklega minni fyrirtækin og einyrkjarnir finna fyrir erfiðum tímum framundan.

Hérna eru nokkrar hugmyndir um hvernig við Hafnfirðingar getum stutt við verslun og þjónustu í bænum okkar:

  • Ef verslanir og veitingastaðir eru opnir og þú treystir þér til að fara út; farðu endilega og sæktu þjónustu hjá þeim. Vel flestir þjónustuaðilar hafa tekið nauðsynlegar ráðstafanir, aukið þrif og endurbætt aðstöðu sína til að geta tekið á móti gestum samkvæmt ráðleggingum Landlæknis.

  • Pantaðu vörur eða fáðu heimsendingu. Margir hverjir eru farnir að bjóða upp á slíka þjónustu. Þau pakka jafnvel inn og senda gjafir heim til þín eða þeirra sem þú vilt gleðja.

  • Láttu vita af þér og sendu þeim stöðum sem þú heimsækir reglulega póst. Við höfum öll þörf á að heyra hvatningarorð og stuðning.

  • Verslaðu gjafabréf sem þú eða aðrir geta notað síðar.

  • Haltu áfram að versla við þá staði sem þú sækir reglulega. Taktu með þér kaffi af uppáhalds kaffihúsinu þínu. Fáðu heimsendingu á mat af veitingastaðnum sem þig hefur alltaf langað til að prófa. Pantaðu gjafir frá versluninni sem þú veist að gengur í gegnum erfiða tíma. Haltu áfram að styðja við þá verslun og þjónustu sem þú vilt sjá blómstra í Hafnarfirði til framtíðar.

Sýnum stuðning. Styðjum verslun í heimabyggð. Höldum hjólunum gangandi og horfum til móts bjartari tíma.

Read More